Á forsíðu / frettir

Nýir notendur timian vefsins

Sjúkrahús Akureyrar semur um afnot af Timian vefnum.
Bjóðum við þá velkomna í viðskiptavinahóp Timian software og hlökkum við til að vinna með þeim að því sameiginlega markmiði að auka skilvirkni og árangur í innkaupum og í samskiptum við birgja.
Reykjavíkurborg hefur samið við Timian software um afnot af nýjum innkaupa- og matarvef félagsins. Eftirfarandi er úrdráttur úr frétt frá Reykjavíkurborg. Verið er að setja saman sameiginlegan gagnagrunn fyrir matseðla þannig að sambærilegt hráefni verði í boði í skólamötuneytum hverfa á tilteknum dögum. Með því móti má áætla betur hráefnismagn og ná fram hagræði í innkaupum. Yfirmenn mötuneyta munu nýta þennan grunn við val á uppskriftum og matseðlum sem uppfylla orku- og næringarþörf barna miðað við aldur.

Með því að smella á eftirfarandi hlekk má kynna sér fréttina í heild sinni.

http://reykjavik.is/frettir/grafarvogur-og-kjalarnes-innleida-samraemda-thjonustu-skolamotuneyta

 

 

Auglýsingar