Uncategorized

Hrafnista nær árangri

Á myndinni má sjá kokkana á Hrafnistu sem verið hafa ómissandi hluti af innleiðingu Innkaupa- og matarvefjarins.

Á myndinni má sjá kokkana á Hrafnistu sem verið hafa ómissandi hluti af innleiðingu Innkaupa- og matarvefjarins.

Hjá Hrafnistu erum við með yfir 50 deildir í fjórum starfstöðvum og yfir 100 starfsmenn tengjast daglegri umsýslu matvöru. Frá eldhúsinu þurfum við að þjónusta allar þessar deildir daglega með mat- og drykkjarvöru ásamt því að elda 365 daga á ári mat fyrir starfsmenn og íbúa Hrafnistu.

Við innleiddum innkaupa- og matarvefinn í janúar 2013. Notendur vefsins eru á öllum aldri með mismunandi tölvulæsi en viðmót vefsins er mjög notendavænt sem einfaldað hefur alla innleiðingu og daglega notkun hans. Allar vörubeiðnir frá öllum deildum fara nú í gegn um vefinn ásamt öllum pöntunum til um 25 birgja. Á mánuði erum við með um 600 beiðnir og um 250 pantanir til birgja. Með Innkaupavefnum höfum við fulla yfirsýn yfir stöðu beiðna, innkaupaþörf, hagstæðustu verð frá birgjum á hverjum tíma, stöðu pantana hjá birgjum og vörudreifingu innan Hrafnistu. Við getum skipulagt málsverði fram í tímann og séð kostnað og næringargildi málsverða og áætlaða innkaupaþörf fram í tímann.  Við getum núna greint kostnað og vörunotkun niður á starfstöðvar og einstakar deildir.  Með innkaupavefnum  höfum við raunverulegar forsendur til að ná auknum árangri um leið og við getum bætt  þjónustu og gæði við íbúa Hrafnistu.

Innkaupa- og matarvefurinn hefur gjörbreytt öllum rekstrarforsendum okkar til hins betra. Skilað okkur skilvirkari rekstri, lækkun á innkaupakostnaði, bætt nýtingu matvöru, gert áætlanagerð markvissari, aukið kostnaðar- og verðvitund okkar og bætt næringarsamsetningu málsverða. Vefurinn hefur einnig minnkað áhyggjur okkar og stress. Við getum farið í frí, orðið veikir vitandi af því að allar upplýsingar um matarskipulag fram í tímann og um vöruflæðið er inn á vefnum. Maður gengur í manns stað á einfaldan og skilvirkan hátt. Þetta er mesta framþróun í daglegum rekstri eldhúss sem við höfum kynnst á okkar starfsferli. Við hjá Hrafnistu höfum haft mikla ánægju af því sem notendur að taka þátt í þróun vefsins og leggja okkar þekkingu af mörkum, Hrafnistu og öðrum framtíðarnotendum til hagsbótar.  Við þökkum raðgjöfum Timian fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf og göngum glaðari til okkar daglegra verka í nútímalegu og betra vinnuumhverfi.

Magnús Margeirsson   yfirmaður eldhúsa Hrafnistu, Ingvar H. Jakobsson yfirmatreiðslumaður, Ásgeir Sæmundsson og Heimir Einarsson kokkar á Hrafnistu.

Auglýsingar