Á forsíðu / frettir

Lokaverkefni um innleiðingu Timian

Lægri kostnaður - Auknar tekjur

Lægri kostnaður – Auknar tekjur

Elín Inga Halldórsdóttir sem útskrifaðist í júní 2016 með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri hefur gert úttekt og greiningu á innleiðingu breytinga hjá Öldrunarheimili Akureyrar með Timian B2B veflausninni.

Á bls. 39 í lokaverkefni Elínar eru lokaorð þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram.
„Af þessari rannsókn er ljóst að innleiðing Timian kerfisins á ÖA er vel heppnuð. Þeir þættir sem nýttir eru með Timian kerfinu sýna bersýnilega árangur hjá ÖA. Það er ekki einungis aukin vitund starfsmanna um kostnað og betri nýtingu á mat sem hefur komið í ljós, heldur er það að nú er betur hægt að hafa stjórn á innkaupum ÖA. Það er ekki bara sparnaður á fjármunum sem Timian hefur haft í för með sér heldur einnig sparnaður á tíma. Við rannsókn þessa verkefnis liggur ljóst fyrir að mörg tækifæri eru í boði fyrir ÖA til þess að bæta stöðu sína bæði fjárhagslega og rekstrarlega“.
Eftirfarandi er hlekkur inn á lokaverkefnið:
Nokkrar tölur um þróun Timian á árinu 2016.
Velta á árinu 2016 hjá Timian innkaupaaðilum stefnir í rúma 2 milljarða króna.
Fjöldi birgja sem pantað er frá í Timian er um 300 talsins
Virkir notendur að nálgast 1400

 

Auglýsingar