Uncategorized

Timian næringarútreiknaðir matseðla á heimasíðu skóla hjá Reykjavíkurborg

Skólar höfuðborgarinnar birta margir hverjir matseðla á heimasíðu sinni með upplýsingum um næringarefnin í matnum sem boðið er upp á í skólanum. Á heimasíðu skóla sem nota Timian matarkerfi eru matseðlar birtir fram í tímann og hægt að nálgast upplýsingar um næringarinnihald málsverða og einstakra vöruliða. Málsverðir sem birtir eru úr Timian matarkerfi  innihalda upplýsingar um næringarinnihald í 100g og í einum skammti eins og hann er skilgreindur. Við ákvörðun á skammtastærð er stuðst við ráðle20161114_152713ggingar frá embætti landlæknis.

Ráðleggingar Landlæknisembættisins fyrir grunnskóla voru birtar í handbók fyrir skólamötuneyti sem gefin var út árið 2010. Þar er gert ráð fyrir a.m.k. fjórum heitum máltíðum á viku , að ávextir/grænmeti fylgi hádegisverði og að vatn og/eða léttmjólk sé í boði í öllum máltíðum.

Viðmið Landlæknisembættisins:
Handbók fyrir skólamötuneyti – sjá hér 
Handbók fyrir leikskólaeldhús – sjá hér

Mynd með frétt:  Frá samráðsfundi yfirmanna mötuneyta hjá Reykjavíkurborg með starfsmönnum Timian software, 14. nóvember 2016.

Auglýsingar