Uncategorized

HB Grandi tekur Timian vefinn í notkun

HB Grandi undirskrift

Forsvarsmenn HB Granda og Timian Software við afhendingu Timian vefsins.

HB Grandi hefur gert samning við Timian Software um innleiðingu á Timian innkaupavefnum. Þessi nýja veflausn tengir innkaupaaðila og birgja saman í heildstætt viðskiptaumhverfi á netinu.

Markmið félagsins er að þetta nýja rafræna fyrirkomulag muni gera innkaupin gegnsærri og hagkvæmari þar sem lykilatriðin í vali HB Granda á birgjum verði gæði, þjónusta og samkeppnishæft verð.

Sveinn Heiðar Jóhannesson, verkefnastjóri innkaupa, mun fylgja eftir innleiðingu á rafrænum innkaupum á netinu í gegnum Timian veflausnina.

Auglýsingar