Latest Entries
Á forsíðu / frettir

Lokaverkefni um innleiðingu Timian

Elín Inga Halldórsdóttir sem útskrifaðist í júní 2016 með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri hefur gert úttekt og greiningu á innleiðingu breytinga hjá Öldrunarheimili Akureyrar með Timian B2B veflausninni. Á bls. 39 í lokaverkefni Elínar eru lokaorð þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram. „Af þessari rannsókn er ljóst að … Lesa meira

Uncategorized

Hrafnista nær árangri

Hjá Hrafnistu erum við með yfir 50 deildir í fjórum starfstöðvum og yfir 100 starfsmenn tengjast daglegri umsýslu matvöru. Frá eldhúsinu þurfum við að þjónusta allar þessar deildir daglega með mat- og drykkjarvöru ásamt því að elda 365 daga á ári mat fyrir starfsmenn og íbúa Hrafnistu.

„Innkaupa- og matarvefurinn hefur gjörbreytt öllum rekstrarforsendum okkar til hins betra. Skilað okkur skilvirkari rekstri, lækkun á innkaupakostnaði, bætt nýtingu matvöru, gert áætlanagerð markvissari, aukið kostnaðar- og verðvitund okkar og bætt næringarsamsetningu málsverða. Vefurinn hefur einnig minnkað áhyggjur okkar og stress.“ Lesa meira