Ráðgjöf

Nýttu þér þekkingu og reynslu ráðgjafa Timian

Ráðgjafar Timian hafa áratuga reynslu af ráðgjöf, verkefnastjórn, viðskiptaþróun, vefþróun, rekstri og endurskipulagningu fyrirtækja.  Til að hámarka skilvirkni og árangur vinnum við eftir Timian Gæðahandbókinni sem er þróuð aðferðarfræði í anda gæðastjórnunar við innleiðingu Timian vefsins hjá viðskiptavinum.

Viðskiptaþróun á internetinu

Eftirspurn eftir nýjum viðskiptamódelum á internetinu er stöðugt að aukast sem setur líftíma fyrirtækja í algjörlega nýtt samhengi. Internetið getur skapað fyrirtækjum mikil tækifæri en um leið getur það ógnað samkeppnisstöðu þeirra og tilvist ef þau bregðast ekki rétt við í tíma. Dæmi eru um að heilu atvinnugreinarnar hafa umbreytst á skömmum tíma vegna áhrifa nýrra viðskiptamódela á internetinu.

Timian Gæðahandbókin

Timian vefurinn tengir saman innkaupaaðila og birgja í eitt heildstætt viðskiptaumhverfi. Timian Gæðahandbókin skilgreinir ábyrgðarsviðin, hlutverk og verkaskiptingu aðila, meginverkhlutana, verkþættina og verkferlana sem tengjast innleiðingu og rekstri Timian vefsins og hvernig þeir tengjast innbyrðis og mynda eina heild.

Greiningarmódelið gerir stjórnendum kleift að átta sig á áhrifum Timian vefsins á samkeppnisstöðu og þróunarmöguleika þeirra fyrirtækja sem þeir eru í forsvari fyrir og móta vefstefnu og aðgerðaráætlun fyrir innleiðingu Timian viðskiptalausnarinnar á faglegum grunni.

Timian Gæðahandbókin byggir á aðferðarfræði gæðastjórnunar og er þróuð aðferðarfræði við undirbúning og skipulagningu innleiðingar með það að markmiði að hámarka árangur af innleiðingu og rekstri Timian viðskiptalausnarinnar.

Auglýsingar

Sendu okkur skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s