Einfaldaðu innkaupin og stjórnaðu kostnaði með grænni hætti.
Timian er innkaupakerfi sem hjálpar fyrirtækjum að stjórna innkaupum og vörunotkun á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.
Viðskiptavinir okkar
Lausnin okkar
Innkaup eru flókin en þurfa þess ekki með Timian
Beiðnir
Ferli fyrir innkaupabeiðnir bæði til samþykktar og til útreiknings á vöruþörf til innkaupa.
Innkaup
Birgjar, vörur, pantanir, innkaupa- og afgreiðsluyfirlit, innkaupaþörf og dreifingalistar.
Birgjavefur
Birgjar geta uppfært vöruskrár og verð ásamt því að taka á móti og afgreiða pantanir.
Reikningasamþykkt
Rafrænir reikningar parast við pantanir, eru samþykktir og sendast yfir í fjárhagskerfið.
Eldhús
Uppskriftir, matseðlar, málsverðir, fjöldi í mat, matseld, hráefnaþörf ásamt næringarútreikningum.
Grænt bókhald
Í samstarfi við Klappir færast innkaupagögn með kolefnisspori yfir í Vistkerfi Klappa.
Ávinningur af Timian kom fljótlega í ljós hjá okkur í Brim, þar sem við sáum strax lækkun á kostnaði á fæði og öðrum rekstrarkostnaði. Annað sem breyttist hjá okkur var að birgjatengsl styrktust og við fengum betri þjónustu frá birgjum eftir að við fórum inn í Timian.
Ingólfur Steingrímsson, Fjármálasvið Brims.
Timian
Um Timian
Timian er heildstætt innkaupakerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að útbúa rafrænar innkaupabeiðnir og innkaup frá öllum sínum birgjum í einu og sama viðmótinu. Skipulag og staða innkaupa verður skýr og gegnsæ, áhyggjur af stöðu pantana og beiðna minnka og líkurnar á mistökum við samþykkt reikninga hverfa.
Timian er SAAS lausn (áskriftarlausn) sem er skalanleg fyrir mismunandi skjástærðir. Kerfið býður bæði upp á viðmót á íslensku og ensku.
Fréttir
Um Timian
Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.
Hafa samband
Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is