Timian Matarskráning
Timian er eldhús- og innkaupakerfi með margra ára reynslu í þróun og rekstri innkaupakerfa. Kerfið hjálpar fyrirtækjum að stjórna innkaupum á grænni hátt og fyrir lægri kostnað. Timian bíður upp á nútímalega og einfalda lausn fyrir matarskráningu barna í skólum.
Einfaldar matarskráningu barna
Matarskráning í gegnum Timian gerir foreldrum og forráðamönnum kleift að skrá börnin sín í mat með tilliti til sérsniðinna þarfa hvers og eins. Kerfið veitir góða yfirsýn yfir næringagildi máltíða og ofnæmisvalda fram í tímann. Fyrir hverja máltíð á matseðli má sjá niðurbrot á innihaldsefnum og næringagildum hennar.
Aukinn fyrirsjáanleiki í rekstri
Stjórnendur skóla og eldhúsa finna fyrir auknum fyrirsjáanleika í kostnaði, rekstri og minni matarsóun. Hægt er að reikna út beina hráefnisþörf út frá nýjustu gögnum matarskráningar. Starfsfólk stóreldhúsa þekkir álagið sem fylgir því að matreiða fyrir stóran hóp einstaklinga, matarskráning Timian aðstoðar við rekstur og umsjón eldhússins.
Hvernig fer matarskráning Timian fram?
Um Timian
Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.
Hafa samband
Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is