Beiðnir

Afgreiddu beiðnir með rafrænum hætti

Beiðnir um vörur eða innkaup geta verið fjölmargar innan sama fyrirtækis á degi hverjum. Mikil vinna getur falist í því að senda slíkar beiðnir á milli aðila til samþykktar og úrvinnslu í töluvpóstum eða með handvirkum hætti á pappír.

Þá skortir fyrirtæki oftar en ekki yfirsýn í rauntíma á aðfangaþörf og stöðu beiðna. Timian leysir slíkan vanda með rafrænum hætti þannig að ávallt er hægt að sjá hvers konar beiðnir eru í gangi og hvar þær eru staddar í afgreiðsluferlinu.

Rafrænar beiðnir

Hægt að skilgreina beiðnalista

Vörur afgreiddar af millilager eða pantaðar

Samþykktarferli beiðna

Beiðna- og afgreiðsluyfirlit

Dreifingarlistar

Rafrænar beiðnir með Timian virka þannig að innkaupabeiðnir berast frá starfsmönnum til þess aðila er sér um innkaupin, sem getur þá sameinað margar beiðnir í eina pöntun til eins eða fleiri birgja.

Um Timian

Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið  milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.

Hafa samband

Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is

Copyright 2022 @Timian by Origo hf. All rights reserved