Notendaleiðbeiningar Timian

Nú geta foreldrar og forráðamenn barna í grunnskóla á Akranesi skráð börnin sín í mataráskrift fyrir hádegismat með nýrri og aðgengilegri lausn Timian.

English below.

Notendaleiðbeiningar

1.     Á heimasíðu skóla barnsins þíns finnur þú hlekk sem vísar inn á skráningarsíðu Timian.

2.     Þar getur þú séð matseðil skólans fyrir næstu vikur/mánuði ásamt næringargildum máltíða hvers dags. Til þess að skoða næringargildi máltíðar smellir þú á valinn dag.

3.     Ef þú smellir á litlu hringina getur þú valið ákveðna hluta máltíðarinnar og næringargildin endurreiknast miðað við það sem valið er.

4.     Til þess að skrá barnið þitt í mataráskrift smellir þú á „Innskrá“ og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum.

5.     Í stikunni efst á skjánum velur þú barnið sem skrá á í mat. Ef aðeins eitt barn kemur til greina er það barn sjálfvalið.

6.     Valmyndin fyrir neðan sýnir matseðil fyrir tímabilið, og hér er einnig hægt að skoða næringargildi máltíða fyrir hvern dag.

Athugaðu að í upphafi eru engir dagar valdir í áskrift, en ef þú vilt skrá barnið þitt í mat alla daga er reitur fyrir ofan valmyndina sem býður upp á að velja alla daga tímabilsins.

7.     Hakaðu í reitina fyrir þá daga sem barnið á að vera skráð í mataráskrift.

8.     Matseðillinn birtist á listaformi ef þú ert í síma, en með því að smella á dagatalshnappinn er hægt að sjá matseðilinn í formi mánaðardagatals, sem getur gefið betri yfirsýn. Ef þú ert í tölvu birtist mánaðardagatalið beint.

9.     Þegar búið er að velja alla þá daga sem barnið á að vera í mataráskrift smellir þú á „Vista“ neðst á valmyndinni, og hefur þar með skráð inn allar upplýsingar um mataráskrift barnsins í kerfið. Viðeigandi skóli mun þá hafa aðgang að upplýsingunum.

User guide

1.      On the school website you will find a link that will redirect you to Timian login page for food registration for your school.

2.      On that page you can see the menu from the school for next upcoming weeks/months including information about nutritional content of each day. To view the nutritional content you need to click on the day you want to look at and the view will appear.

3.      If you click the small circles, you can select or deselect certain component of the dish and the nutritional content will recalculate accordingly.

4.      To register your children for food subscription you need to click ,,Login“ button and sign in with electronic ID.

5.      At the top of the screen you can select the children you want to register for and change between children if you have more then one children.

6.      The menubar below will show the menu for the open period, it is also possible to look at nutritional content for each day.

7.        Select the day you want your children be subscribed for the period.

Notice that the child is not registered for any meals when you log in for the first time, but if you want to select all days for registration there is a button above the calendar for that purpose.

8.      Menu will appear in list view if you are in using phone, but you can change to calendar view by clicking the calendar icon.
If you are using computer you will automatically see it in calendar view.

9.      When you have finished selecting all the days you children should be subscribed in the upcoming period you need to click ,,SAVE“  on the bottom of the menu and confirm.  You children have now been registered for food subscription and the the school will be notified.

Um Timian

Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið  milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.

Hafa samband

Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is

Copyright 2022 @Timian by Origo hf. All rights reserved